Hef flutt síðuna á nýjan stað þar sem stjórnkerfið á blogger er ekki mjög hentugt fyrir síðu sem þessa. Allt það nýjasta í BIMinu má sjá hér eða slá inn http://bimisland.wordpress.com/
Minni einnig á netfangið birkirkuld (hjá) gmail.com ef einhver er með ábendingar um það sem betur má fara eða efni sem menn telja að eigi heima á síðunni.
14.4.09
Síðan á nýjum stað
Skrifað af BIM á íslandi kl 00:44 0 athugasemdir
25.3.09
Journal of Building Information Modeling
The National Institute of Building Sciences (NIBS) gefur út veftímaritið Journal of Building Information Modeling. Þar má sjá og lesa um heilmikið af BIM verkefnum, fréttir af stöðu mála í Bandaríkjunum og hvernig innleiðingin gengur þar. Einnig er heilmikið af skemmtilegum auglýsingum sem gaman er að skoða nánar. Þetta er virkilega efnismikil og vönduð útgáfa sem vert er að skoða.
Fyrstu vefuútgáfuna má nálgast hér á PDF formi. En þetta er linkurinn á haust 2007 útgáfuna.
Skrifað af BIM á íslandi kl 09:35 0 athugasemdir
23.3.09
Laugavegur 4-6
Reykjavíkurborg áformar að hefja endurbyggingu húsanna við Laugaveg 4-6. Ein umtöluðustu fasteignakaup síðari ára voru þegar borgarstjórameirihluti Ólafs F Magnússonar og sjálfstæðismanna keypti fyrir rúmu ári húseignirnar Laugaveg 4, 6 og skólavörðustíg 1a. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort endurbygging húsanna verði boðin út eða hvort þau verði hluti af átaksverkefni borgarinnnar í samvinnu við Vinnumálastofnun. Þetta kemur m.a fram í frétt Rúv um málið.Fróðlegt verður að sjá hvort Reykjavíkurborg muni standa við stóru orðin og beita sér fyir því að húsin verði hönnuð í byggingalíkönum skv. þriggjaára innleiðingaráætluninni sem samþykkt var í desember síðastliðinn.
Skrifað af BIM á íslandi kl 04:07 0 athugasemdir
22.3.09
VICO software
VICO Software
Vico Software, Inc. bjóða upp á hugbúnað og þjónustu fyrir byggingariðnaðinn. Fasteignaeigendur, verktakar og verkefnisstjórar nota hugbúnaðinn til að minnka áhættu, stjórna kostnaði og viðhalda áætlunum á flóknum byggingaverkum. Vico 5D Virtual ConstructionTM lausnin er frumkvöðull í BIM lausnum fyrir framkvæmdir og eru þeir að eigin sögn fremstir á því sviði. Allt frá snjöllum lausnum í byggingum, kostnaðráætlana, verkáætlana og framleiðslustýringu. Kostirnir í forritunum þeirra og þjónustunni hafa sannað sig á hundruðum byggingaverkefnum.
Hér má sjá kynningamyndbönd á forritunum þeirra. Mæli sérstaklega með myndbandinu um Vico 5D presenter 2008.
Skrifað af BIM á íslandi kl 10:50 0 athugasemdir
BIM dagar 2009
Þessi frétt hefur verið birt á vef ísgraf:
Bentley í samvinnu við Ísgraf boðar til BIM daga fyrir arkitekta og aðra sem hafa áhuga á að kynnast því nýjasta sem er að gerast í stafrænni mannvirkjahönnun. Boðið verður upp á hálfs dags kynningarfund 15. apríl og í beinu framhaldi tveggja daga grunnnámskeið 16.-17. apríl í Bentley Arcitecture.
Staður : Grand Hótel, Sigtúni 38 kl. 15 apríl. kl.13.00 - 16.30, aðgangur ókeypis.
Dagskrá
13:00 Velkomin - Karl Arnar, Ísgraf
13:10 Bentley staða og framtíðarsýn – Mattias Hemmingsson
13:20 Bentley BIM – Mattias Hemmingsson
14:00 Bentley Architecture sýnikennsla – Lars Moth-Poulsen
15:00 Kaffihlé
15:30 Bentley GenerativeComponents – Lars Moth-Polusen
16:00 Aðrar Bentley BIM lausnir – Mattias Hemmingsson
16:30 Fundarlok
16. - 17. apríl, grunnnámskeið í Bentley Arkitechture
Skráning fer fram í síma 562-7080 eða á netfangið kalli@isgraf.is
Skrifað af BIM á íslandi kl 10:44 0 athugasemdir
21.3.09
ArchiCAD 12
Rakst á mjög fróðlega og skemmtilega röð kennslu- og kynningamyndbanda um ArchiCad hugbúnaðinn á youtube. Set tengil hér þar sem þetta er playlisti en ekki eitt stakt myndband. Ég veit ekki hvort það sé einhver stofa hér á Íslandi að vinna með ArchiCad en ef einhver veit til þess mætti hann gjarnan koma því á framfæri.

Skrifað af BIM á íslandi kl 04:15 0 athugasemdir
Innleiðing BIM á Íslandi
Tekið af vef impru (áður RB)
Á undanförnu ári hefur fjögurra manna hópur að frumkvæði Framkvæmdasýslu ríkisins unnið markvist að innleiðingu á notkun byggingaupplýsingalíkanna (BIM) í mannvirkjagerð á Íslandi, Hópinn hafa skipað:
Óskar Valdimarsson, Framkvæmdasýslu ríkisins
Hannes Frímann Sigurðsson, Orkuveitu Reykjavíkur
Guðni Guðnason, Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Ámundi Brynjólfsson, Reykjavíkurborg - Framkvæmda- og eignasvið
Markmið hópsins er að stofna samstöðu meðal opinberra verkkaupa um notkun byggingaupplýsingalíkana í opinberum framkvæmdum með það fyrir augum að bæta gæði í hönnun og framkvæmdum og lækka líftímakostnað bygginga.
BIM – Samþætt upplýsingalíkan fyrir byggingar
Í desember var formlega stofnað verkefnið BIM-Ísland með þátttöku níu stofnanna sem fjárhagslegra bakhjarla. Áætlanir standa til að ráða starfsmann til að stýra verkefninu og er gert ráð fyrir að hann hefji störf þann 1. mars næstkomandi. Starfsmaðurinn mun vinna með stjórn verkefnisins að innleiðingu BIM og hafa frumkvæði um að kynna BIM aðferðafræðina fyrir byggingariðnaðinum, standa að námskeiðum og ráðstefnum ásamt því að aðstoða verkkaupa, hönnuði og framkvæmdaaðila sem taka upp BIM aðferðafræði í rekstri sínum.
Unnið verður eftir þriggja ára innleiðingaráætlun 2009-2011 sem nú er í mótun og tekur mið af reynslu annara landa sem nú þegar hafa sambærilega stefnu um innleiðslu BIM t.d. Dannmörk, Finnland, Noregur og Bandaríkin.
Skrifað af BIM á íslandi kl 03:56 0 athugasemdir
Skilgreining á BIM
Building Information Modeling (BIM) is the process of generating and
managing building data during its life cycle[1].
Typically it uses three-dimensional, real-time, dynamic building modeling
software to increase productivity in building design and
construction.[2]
The process produces the Building Information Model (also abbreviated BIM),
which encompasses building geometry, spatial relationships, geographic
information, and quantities and properties of building
components.

Skrifað af BIM á íslandi kl 03:48 0 athugasemdir
Revit Architecture 2010
Hér er video frá Autodesk þar sem sýnt er nýtt og einfaldað viðmót sem verður í Revit Architecture 2010.
Skrifað af BIM á íslandi kl 03:36 0 athugasemdir
BIM á Íslandi í loftið!
Þá er komið að því, komin upp síða sem eingöngu fjalla um BIM (Building Information Modeling) á Íslandi og þá á Íslensku! Ætli það sé ekki best að kynna undirritaðann áður en lengra er haldið. Ég heiti Birkir Kúld Pétursson og er Byggingafræðinemi, Byggingariðnfræðingur, Húsasmíðameistari og sérstakur áhugamaður um BIM, hugmyndafræðina og innleiðinguna hérna á Íslandi.
Skrifað af BIM á íslandi kl 03:28 0 athugasemdir