21.3.09

Innleiðing BIM á Íslandi

Tekið af vef impru (áður RB)

Á undanförnu ári hefur fjögurra manna hópur að frumkvæði Framkvæmdasýslu ríkisins unnið markvist að innleiðingu á notkun byggingaupplýsingalíkanna (BIM) í mannvirkjagerð á Íslandi, Hópinn hafa skipað:

Óskar Valdimarsson, Framkvæmdasýslu ríkisins
Hannes Frímann Sigurðsson, Orkuveitu Reykjavíkur
Guðni Guðnason, Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Ámundi Brynjólfsson, Reykjavíkurborg - Framkvæmda- og eignasvið

Markmið hópsins er að stofna samstöðu meðal opinberra verkkaupa um notkun byggingaupplýsingalíkana í opinberum framkvæmdum með það fyrir augum að bæta gæði í hönnun og framkvæmdum og lækka líftímakostnað bygginga.

BIM – Samþætt upplýsingalíkan fyrir byggingar
Í desember var formlega stofnað verkefnið BIM-Ísland með þátttöku níu stofnanna sem fjárhagslegra bakhjarla. Áætlanir standa til að ráða starfsmann til að stýra verkefninu og er gert ráð fyrir að hann hefji störf þann 1. mars næstkomandi. Starfsmaðurinn mun vinna með stjórn verkefnisins að innleiðingu BIM og hafa frumkvæði um að kynna BIM aðferðafræðina fyrir byggingariðnaðinum, standa að námskeiðum og ráðstefnum ásamt því að aðstoða verkkaupa, hönnuði og framkvæmdaaðila sem taka upp BIM aðferðafræði í rekstri sínum.

Unnið verður eftir þriggja ára innleiðingaráætlun 2009-2011 sem nú er í mótun og tekur mið af reynslu annara landa sem nú þegar hafa sambærilega stefnu um innleiðslu BIM t.d. Dannmörk, Finnland, Noregur og Bandaríkin.

0 athugasemdir:


Free Blogger Templates by Isnaini Dot Com and Architecture. Powered by Blogger