Reykjavíkurborg áformar að hefja endurbyggingu húsanna við Laugaveg 4-6. Ein umtöluðustu fasteignakaup síðari ára voru þegar borgarstjórameirihluti Ólafs F Magnússonar og sjálfstæðismanna keypti fyrir rúmu ári húseignirnar Laugaveg 4, 6 og skólavörðustíg 1a. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort endurbygging húsanna verði boðin út eða hvort þau verði hluti af átaksverkefni borgarinnnar í samvinnu við Vinnumálastofnun. Þetta kemur m.a fram í frétt Rúv um málið.Fróðlegt verður að sjá hvort Reykjavíkurborg muni standa við stóru orðin og beita sér fyir því að húsin verði hönnuð í byggingalíkönum skv. þriggjaára innleiðingaráætluninni sem samþykkt var í desember síðastliðinn.
23.3.09
Laugavegur 4-6
Skrifað af BIM á íslandi kl 04:07
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
0 athugasemdir:
Post a Comment